Ökutækin
Kennslubílarnir eru tveir, annars vegar Renault Kadjar, beinskiptur með 6 gíra kassa og díselvél og hins vegar Renault Clio, sjálfskiptur með 6 þrepa sjálfskiptingu og díselvél, fyrir þá sem þurfa sjálfskiptan bíl.
Aðal kennslubíllinn er RENAULT KADJAR, hann er m.a. útbúinn með:
ABS bremsum,
Tvöföldum styrktarbitum í hurðum,
tölvustýrðri miðstöð með loftkælingu (AC),
RAID með sjálfvirkri hurðalæsingu,
Aksturtölvu,
Start/Stopp ræsibúnaði.
Nánari upplýsingar um aðal kennslubílinn: https://www.renault.is/cars/kadjar/bunadur-og-aukahlutir.html
Sjálfskipti kennslubílinn er RENAULT CLIO, hann er m.a. útbúinn með:
ABS bremsum með hjálparátaki í neyðarhemlun,
6 öryggispúðum,
aksturstölvu,
Start/Stopp ræsibúnaði,
tölvustýrðri miðstöð með loftkælingu,
bakkskynjara og regnskynjara.
Báðir þessir bílar eru einstaklega þægilegir og skemmtilegir í akstri og búnir ýmsum þægindum, sem gaman er að kynnast.