Námið

Þegar einstaklingur hefur náð 16 ára aldri getur ökunám hafist. Haft er samband við ökukennara sem upplýsir viðkomandi um tilhögun ökunámsins.

Oftast eru teknir u.þ.b. 10 kennslutímar hjá ökukennara ásamt fyrri hluta Ökuskólans (Ö1) og eftir það fæst æfingaleyfi útgefið hjá lögreglustjóra eða sýslumanni í viðkomandi sveitarfélagi.

Leiðbeinendur ökunema í æfingaakstri geta verið fleiri en einn. Skilyrðin eru þó þau að viðkomandi hafi náð 24 ára aldri og hafi haft bílpróf í 5 ár.

Þegar farið er af stað í æfingaaksturinn er einnig mikilvægt að muna eftir æfingaakstursleyfinu…..og að aka gætilega!